2 ára - KRÍA / LUNDI
Á Lunda og Kríu eru yngstu börnin í Krikaskóla, þau eru 2ja ára á almanaksárinu. Þau hafa tvö hreiður en starfa sem ein heild.
Deildastjórar eru Rannveig Halldórsdóttir þroskaþjálfi og Suphaphorn Raknarong (Nong)
Við nám og í leik yngstu barnanna er tekið mið af því að börnin eru á mismunandi stað í sínu þroskaferli og er þeim því mætt þar sem þau eru hverju sinni. Þegar barn byrjar í leikskóla tveggja ára er það fyrstu skref þeirra og fjölskyldunnar í skólakerfinu og um leið oft grunnur að farsælli skólagöngu.
Fyrstu skrefin snúast um að njóta þess að vera í leik og hópi jafnaldra, taka þátt í litlum og stórum verkefnum eftir þroska og áhuga. Fá tækifæri til að uppgötva og rannsaka. Í dagskipulaginu er gefin tími til alls þessa með öryggi, vellíðan og gleði að leiðaarljósi.
- Rannveig Halldórsdóttir Deildarstjóri rannveig.halldorsdottir@mosmennt.is
- Suphaphorn Raknarong Deildarstjóri
- Mary Geti
- Agnieszka Jakubiuk