Börn í Krikaskóla
Í Krikaskóla eru börnin í öndvegi. Megináhersla er lögð á vellíðan barna og vandaða náms og kennsluhætti en nauðsynlegt er að þetta fari saman, enda grundvöllur að góðu skólastarfi.
Strax frá tveggja ára aldri er lagður grunnur að samfellu í námi barnanna. Færni og hæfni hvers barns er efld með heildstæðri nálgun í öllum grunnþáttum menntunar.
Samskipti allra í skólasamfélaginu ættu að vera lituð af gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, enda forsenda þess að öllum líði vel. Ábyrgð fylgir frelsi hverju sem eykst með auknum þroska.
Fylgstu með á Facebook
Fylgjast má með starfi barnanna nánast daglega á Facebook síðu Krikaskóla.
Sungið með börnum - Söngur og raddþroski barna
Söngur er hluti af eðlilegum þroska barna en söngur er okkur eðlislægur. Á fyrstu skólastigum er mikið unnið með söng í skólastarfi en sú vinna dvínar þegar börnin eldast og færist yfir í tónmenntakennslu og kóra. Á fyrstu árunum byggist söngþroski að miklu leyti á aukinni þátttöku barnsins við hluti í umhverfi sínu. Þroskinn endurspeglast í mörgum mismunandi söngstílum eða háttalagi sem eru áberandi á aldrinum eins til fimm ára.
Börnin eru á þessum aldri gáskafull, skapandi og sanka að sér upplýsingum úr umhverfi sínu; þar með tónlist. Söngþroski barna nær hámarki á miðjum skólaaldri, þegar börn eru um 10 - 12 ára. Tónlist er mikilvægur hluti af námi barna.