logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Opið hús: Próf og prófkvíði barna

26.04.2016 10:09
Síðasta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna.
Meira ...

Sumarorlof leikskólabarna í Krikaskóla 2016

11.04.2016 13:52
Á tímabilinu 4. júlí til og með 29. júlí er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinaðir í leikskólanum Reykjakoti, þann tíma verður Krikaskóli lokaður. Foreldrar sem skrá börn sín í sumarleyfi utan þess tímabils s.s. í júní geta óskað eftir sumarskóla.
Meira ...

Gleðilega páska

21.03.2016 15:33Gleðilega páska
Krikaskóli óskar foreldrum og börnum gleðilegra páska. Hlökkum til að sjá alla aftur þriðjudaginn 29.mars.
Meira ...

Niðurstöður í kosningu skóladagatals

29.02.2016 12:57
Niðurstöðurnar úr kosningu foreldra vegna skóladagatals liggja nú fyrir.
Meira ...

Opið hús: Ofverndun barna

23.02.2016 08:41
Opið hús skólaskrifstofu verður á morgun, miðvikudaginn 24. febrúar. Að þessu sinni mun Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi fjalla um ofverndun í uppeldi barna. Hvernig getum við verndað bernskuna? Er hægt að koma í veg fyrir að börn lendi í erfiðleikum?Er hægt að verja börn fyrir óréttlæti lífsins? Er erfitt að standa undir þeim kröfum sem samfélagið gerir til foreldra?
Meira ...

Opið hús: Metnaður foreldra

25.01.2016 10:20
Fyrsta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. janúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar.
Meira ...

Hundrað daga hátíð.

20.01.2016 15:26Hundrað daga hátíð.
Fimmtudaginn 21 janúar voru hundrað dagar liðnir af skólaárinu. Deginum var splæst saman við dag stærðfræðinnar og útkoman var virkilega skemmtileg eins og sjá má á myndunum.
Meira ...

Jólaball Krikaskóla

17.12.2015 14:53Jólaball Krikaskóla
Á morgun föstudag verður jólaball Krikaskóla haldið með öllu tilheyrandi. Skemmtunin hefst klukkan 10. Allir árgangar safnast saman í matsal og dansa í kringum jólatréð og aldrei að vita nema hvítskeggjaðir karlar komi og syngi með.
Meira ...

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below

08.12.2015 06:30Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below
Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Tilkynning vegna veðurs

07.12.2015 12:54
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17:00 í dag.
Meira ...

Síða 14 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira