logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Opið hús: Svefn og svefnvandi barna og unglinga

21.10.2014 14:02
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 29. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar
Meira ...

Námskeið fyrir starfsfólk leikskóla

20.10.2014 08:23
Skólaskrifstofur Mosfellsbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Seltjarnarness hafa skipulagt námskeið fyrir starfsfólk leikskóla í samvinnu við menntanefnd sveitafélaganna.
Meira ...

Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015

02.10.2014 10:39Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015
Senn líður að fyrsta Opnu húsi hjá Skólaskrifstofu en líkt og undanfarin 11 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Meira ...

Breyttur útivistartími 1. september

10.09.2014 12:08Breyttur útivistartími 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Meira ...

Haustkynning fyrir foreldra fyrir skólaárið 2014-15

28.08.2014 15:59Haustkynning fyrir foreldra fyrir skólaárið 2014-15
Haustkynning fyrir foreldra verður haldin í Krikaskóla miðvikudaginn 27. ágúst kl. 18:00-19:30. Kynnt verður starf foreldrafélagsins, sérfræðiþjónusta á vegum Skólaskrifstofu. Hjúkrunarfræðingur kynnir skólaheilsugæslu og farið verður yfir vetrarstarf í Krikaskóla.
Meira ...

Sumarskóli og skólabyrjun í ágúst

16.07.2014 08:00Sumarskóli og skólabyrjun í ágúst
Sumarskóli leikskóla Mosfellsbæjar er í leikskólanum Hlíð frá 11. júlí til og með 8. ágúst. Þau börn sem sótt hafa um að vera á sumardeildinni eiga þar pláss og starfsmenn Krikaskóla taka þar á móti þeim. Jóhanna leikskólastjóri í Hlíð stýrir starfinu. Við hefjum skólastarfið aftur hér í Krikaskóla 11. ágúst fyrir leikskólabörnin og frístund opnar fyrir þau börn sem óskað hefur verið eftir plássi fyrir. Skólasetning grunnskólans er fimmtudaginn 14. ágúst kl. 9:00 og síðan hefst skólastarfið okkar samkvæmt skóladagatali.
Meira ...

Sumarhátíð Krikaskóla 19. júní 2014

16.06.2014 08:00Sumarhátíð Krikaskóla 19. júní 2014
Sumarhátíð Krikaskóla verður haldin 19. júní 2014. Dagskrá hefst með skemmtiatriðum sem börnin hafa undirbúið á sviðinu kl. 13:30. Listaverk barnanna hafa verið sett upp og öllum boðið að sjá. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðnir velkomnir til að njóta dagsins með okkur.
Meira ...

Skólaslit

11.06.2014 08:00Skólaslit
Skólaslit Krikaskóla eru föstudaginn 20. júní kl. 13:00. Athöfn verður í sal þar sem elstu börnin koma fram, kórinn syngur og útskriftarárgangur skólans verður kvaddur sérstaklega.
Meira ...

Heilsa og hollusta fyrir alla - Málþing

13.05.2014 21:49Heilsa og hollusta fyrir alla - Málþing
Miðvikudagurinn 7.maí verður tileinkaður heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsfólki upp á holla næringu, fræðslu um hollustu og hvaðeina sem getur stuðlað að heilsueflingu.
Meira ...

Samstarfsverkefni við Lions-klúbbinn Úurnar og FaMos

25.04.2014 16:12Samstarfsverkefni við Lions-klúbbinn Úurnar og FaMos
Áætlað er að Krikaskóli og Lions-klúbburinn Úurnar haldi áfram samstarfi sínu skólaárið 2013-2014. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist í október.
Meira ...

Síða 19 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira