logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Innritun barna í grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024

06.03.2023 14:07
Innritun barna í grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024 er hafin og fer fram í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Foreldrar barna sem er að ljúka 4.bekk sækja um fyrir næsta skólaár enn ekki þarf að sækja um skólavist fyrir börnin sem eru að færast á milli Spóa og 1.bekk í Krikaskóla nema ef þau skipta um skóla.
Meira ...

Innritun í leikskóla haustið 2023

03.03.2023 12:31
Aðalinnritun vegna úthlutunar leikskólaplássa, sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla, hefst um miðjan mars og stendur fram í maí. Leikskólaplássum er alltaf úthlutað í kennitöluröð og gilda allar umsóknir fyrir alla leikskóla bæjarins þar sem Mosfellsbær er eitt leikskólasvæði.
Meira ...

Vetrarfrí og starfsdagur

19.10.2022 10:44
Mánudaginn 24.október og þriðjudaginn 25.október er vetrarfrí í grunnskólahluta Krikaskóla. Þá daga er frístund fyrir þau börn sem hafa sótt um. Miðvikudaginn 26. október er starfsdagur í Krikaskóla. Þann dag koma börnin ekki í skólann, hvorki leik- né grunnskólabörn. Frístundin er ekki í boði þann dag. Starfsfólks Krikaskóla verða á námskeiðum og skipulagsvinnu þennan dag
Meira ...

Sameiginlegur fræðsludagur leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar

21.09.2022 13:27
Föstudaginn 23. september er sameiginlegur fræðsludagur leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ. Þann dag koma börnin hvorki í grunnskólann né leikskólann. Engin auka frístund verður í boði þennan dag.
Meira ...

Gleðilega páska

13.04.2022 13:43
Krikaskóli opnar aftur þriðjudaginn 19. apríl. Við minnum á að lokað verður sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 21. apríl og föstudaginn 22. apríl því þá er starfsdagur.
Meira ...

Starfsdagur grunnskóla

28.03.2022 10:47
Minnum á starfsdag grunnskóla á morgun þriðjudaginn 29. mars. Frístund verður í boði fyrir þá sem sóttu um. Hefðbundinn dagur verður í leikskólanum.
Meira ...

Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13:00 í dag

07.02.2022 10:31
Skólahald var fellt niður í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í nótt. Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við, þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið hefur verið að því að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða.
Meira ...

Rauð veðurviðvörun á morgun 7. febrúar

06.02.2022 19:39Rauð veðurviðvörun á morgun 7. febrúar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Meira ...

Skráning í sumarleikskóla sumarið 2022

28.01.2022 12:41
Sumarleyfistímabil leikskóla Mosfellsbæjar er frá 15. maí. - 31. ágúst. Leikskólagjald fellur niður einn mánuð á ári, júlímánuð. Sumarleyfi barna er fjórar vikur (20 virkir dagar) sem þurfa að vera samfelldar. Hægt er að bæta við fimmtu vikunni í sumarleyfi og fellur leikskólagjald niður fyrir þá viku líka. Frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst (4 vikur) er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinuð í sumarleikskóla sem verður á Hlaðhömrum.
Meira ...

Bólusetning barna

07.01.2022 09:38
Sökum bólusetninga í Laugardalshöll fellur skóla- og frístundastarf niður í grunnskólahluta Krikaskóla frá kl. 11:00 mánudaginn 10. janúar. Upplýsingabréf verður sent frá Heilsugæslunni til foreldra föstudaginn 7. janúar en framkvæmdin er öll í þeirra höndum. Upplýsingarnar sem við höfum fengið eru að bólusett verður frá kl. 12:00 til 18:00. Byrjað verður á börnum fæddum í janúarmánuði og endað á desemberbörnum.
Meira ...

Síða 2 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira