logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Leikfangadagur í Krikaskóla

22.05.2013 10:22Leikfangadagur í Krikaskóla
Þriðjudaginn 28.maí er leikfangadagur í Krikaskóla. Þá er börnunum velkomið að taka með sér leikfang í skólann. Vinsamlegast skiljið bardagaleikföng eftir heima. Engin ábyrgð verður tekin á leikföngum.
Meira ...

Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur

02.05.2013 12:33

Nám til framtíðarMennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is, þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar, áherslur í menntamálum og fleira. Kynningarblaðið má sjá hér

Meira ...

Fræðslukvöld í Krikaskóla – opið fyrir alla

02.05.2013 11:08

Logo KrikaskólaFimmtudaginn 2. maí, kl. 20 verður haldið fræðslukvöld í Krikaskóla um læsi og grunnþætti náms. Fyrirlesari verður Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hermundur mun fjalla um ýmsa áhugaverða þætti í fyrirlestri sínum.

Meira ...

Fræðslukvöld í Krikaskóla – opið fyrir alla

01.05.2013 10:00

Læsi og grunnþættir námsFimmtudaginn 2. maí, kl. 20 verður haldið fræðslukvöld í Krikaskóla um læsi og grunnþætti náms. Fyrirlesari verður Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hermundur mun fjalla um ýmsa áhugaverða þætti í fyrirlestri sínum..

Meira ...

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

30.04.2013 08:00

Opið hús_minniÞriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á síðasta opna húsi þessa vetrar kemur Ása Björk Snorradóttir myndlistarkennara til að fjalla um Sköpun og sköpunargleði í námi og starfi í leik- og grunnskóla.

Meira ...

GRÆNN dagur föstudaginn 26. apríl

24.04.2013 10:15

Grænn dagur

Föstudaginn 26. apríl er GRÆNN dagur í Krikaskóla. Þá mega börnin mæta í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.

Meira ...

Menningarvika leikskólabarna 16-18 apríl

16.04.2013 14:14Menningarvika leikskólabarna 16-18 apríl
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 16-18. apríl í Kjarna. Börnin í Krikaskóla hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu í Kjarnanum.
Meira ...

Föstudaginn 19.apríl opnar Krikaskóli kl.10

12.04.2013 14:53

Krikaskóli merkiFöstudagsmorguninn 19.apríl næstkomandi verður starfsmannafundur í Krikaskóla frá kl 8.00-10.00. Því verður skólinn lokaður til kl 10.00. Það sama gildir um frístundina. Hún er líka lokuð fram til kl 10.

Meira ...

Alþjóðlegurdagur barnabókarinnar

05.04.2013 10:20

SagaÍ tilefni Alþjóðlegadags barnabókarinnar hlustuðu Krikaskólabörn á aldrinum 6-10 ára á söguna Stóri bróðir eftir Friðrik Erlingsson. Börnin sem verða 9 ára á þessu ári teiknuðu og endurskráðu að vild. Þau ræddu efni sögunnar og veltu upp málefnum eins og flóttamannabúðum. Hér er krækjan á söguna: http://ruv.is/menning/ny-smasaga-fridriks-erlingssonar

Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla

18.03.2013 15:00

Opið hús. Jafnrétti og tækifæri fyrir alla 1Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar ÞRIÐJUDAGINN 19. MARS kl: 20-21 verður sjónum beint að jafnrétti í sinni víðustu mynd. Eiga allir jöfn tækifæri? Er virk jafnréttisfræðsla í gangi á öllum skólastigum? Erum við föst í bleikum og bláum boxum? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Hvert er hlutverk okkar sem foreldra?

Meira ...

Síða 21 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira