logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Popp slegið úr kössum

14.02.2013 11:09

Öskudagur 2013Á öskudag birtust allskyns furðuverur hér í Krikaskóla og gerðu sér glaðan dag. Þeim kom afar vel saman og slógu upp hverju ballinu á fætur öðru með tilheyrandi poppslætti.

Ýta á Lesa meira til að sjá fleiri myndir

 

 

 

 

       

 

 

 

 

      

 

 

 

 

 

 

 

Meira ...

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

28.01.2013 12:53

opið hús í janúarHJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR

Það verður tamast sem í æskunni nemur

Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 30. janúar verður sjónum beint að heilbrigði og velferð og hversu mikilvægt það er að þessir grundvallarþættir endurspeglist í uppeldi barna.

Meira ...

Mánudaginn 4.febrúar er skipulagsdagur í Krikaskóla

24.01.2013 10:59

krikask_01Mánudaginn 4 febrúar er skipulagsdagur í Krikaskóla. Þann dag koma börnin ekki í skólann. Starfsfólkið fær námskeið og skipuleggur starfið framundan.

Meira ...

Rugludagur föstudaginn 18.janúar

16.01.2013 14:23

Rugludagur 18.jan 2013Föstudaginn 18.janúar er rugludagur í Krikaskóla. 

Á þessum degi er mikill ruglingur í skólanum, meðal annars hafa börnin mætt í öfugum fötum, náttfötum eða fötum af systkini sínu.

Dagskipulagið á Hreiðrunum getur einnig ruglast sem og starfsmennirnir. Allt er til gamans gert og vekur þessi dagur mikla kátínu hjá börnunum.

Meira ...

Börnin skreyta strætó

18.12.2012 14:31

Strætó des 12Strætó stendur fyrir teiknimyndasamkeppni leiksskóla á hverju ári til að skreyta vagnana. Alls tóku 40 leiksskólar þátt og var Krikaskóli dreginn út þetta árið. Jólasveinn kom akandi í strætisvagni að skólanum sem búið var að skreyta með teikningum barnanna. Jólasveininn bauð þeim í stutta ferð um hverfið með vagninum sem þau skreyttu bæði að utan og innan. Í ferðinni voru sungin jólalög og sprellað með jólasveininum.

Meira ...

Síða 23 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira