logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2012-2013

15.08.2012 08:49

fótbolti1Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða  virkar frá 1. september 2012. Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr. Á nýju tímabili fyrnast eldri frístundaávísanir.

Meira ...

Skólabyrjun 6 til 9 ára barna

10.08.2012 12:19

Sumarmyndir 2012Sumarfríi grunnskólabarna fer senn að ljúka og mun skóli hefjast föstudaginn 17. ágúst. kl. 9:00.

Meira ...

Sumarleyfi 2012

03.07.2012 10:48

Leikskólar Mosfellsbæjar sameinast um starfsemi sumarskóla á Huldubergi og hefst starfsemi þar miðvikudaginn 11. júlí til og með 8. ágúst.  Frá Krikaskóla fara nokkur börn ásamt tveimur starfsmönnum til að taka þátt í skemmtilegu starfi á Huldubergi.

 

Meira ...

Opnun í blíðskaparveðri

29.06.2012 08:46

Göngubrú opnuðÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í gær, 28. júní, til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.

Meira ...

Fjallganga á Esjuna

20.06.2012 08:58

EsjugangaÞessa yndislegu sumardaga eru börnin í Krikaskóla mikið á ferðinni að rannsaka og skoða náttúruna og umhverfi sitt. Á þriðjudaginn 19. júni fóru 8 og 9 ára börn úr Krikaskóla í gönguferð á Esjuna. Fjallgangan gekk vel og voru börnin mjög ánægð með afrek dagsins. Þegar niður var komið biðu gómsætir kjúklingaleggir og meðlæti eftir öllum fjallagörpununum.

Meira ...

Sumarhátíð Krikaskóla föstudaginn 8. júní

05.06.2012 14:27

Sumarhátíð Krikaskóla verður haldin hátíðleg föstudaginn 8. júní, kl. 14-16. Hátíðin hefst með skemmtun á sviði frá börnum á aldrinum 2-4 ára. Börn á aldrinum 5-9 ára sína úti á trépöllunum. Í lokin syngja allir saman „Krikaskóla-lagið“.

Meira ...

Bilun í símkerfi Krikaskóla

04.06.2012 11:09

bilun á símaBilun er í símkerfi Krikaskóla.  Símtöl eru áframsend í gsm-númer á meðan á viðgerð stendur.  Vinsamlegast sýnið biðlund eða hafið samband við okkur með tölvupósti.

Meira ...

Aðlögun barna í Krikaskóla í ágúst og september 2012

31.05.2012 11:38

Nú er búið að senda út flest bréf til foreldra barna sem eru að fá úthlutað plássi í Krikaskóla fyrir næsta haust frá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.  Vinna stendur yfir í skólanum við að raða niður börnum fyrir aðlögun í ágúst og fram í september. 

Meira ...

Myndlistarverk barna í Krikaskóla

21.05.2012 12:44

Börnin í Krikaskóla hafa unnið hreyfimyndir í myndlist í vetur.  Hér má sjá verkin þeirra http://www.youtube.com/watch?v=SMMFRW3yos8&list=PL64C333CD49C02CD2&feature=plcp

Meira ...

Heimsókn frá 4. bekkjum Varmárskóla í Krikaskóla 8.-10. maí 2012

10.05.2012 09:59

Allir 4. bekkir úr Varmárskóla heimsóttu Krikaskóla í þessari viku.  Mikil ánægja var meðal barnanna með heimsóknirnar en börnin úr Krikaskóla færast í Varmárskóla næsta haust.  Samvinna hefur verið milli skólanna tveggja um að "Brúa bilið" þannig að börnin úr Krikaskóla eigi auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum.

Við þökkum öllum börnunum og kennurum þeirra fyrir komuna til okkar hingað í Krikaskóla og hlökkum til áframhaldandi samstarfs næstu ár.

Meira ...

Síða 26 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira