Námsmat
Tilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemendur hafa tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár) í viðkomandi grein. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla. Umfang þess skal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu í viðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.
Hér að neðan gefur á að líta nokkrar mismunandi aðferðir til námsmats.
Samræmd próf í 4., 7. og/eða 10. bekk eru haldin í 190 skólum á landinu öllu. Skólar sem eru með 10. bekk hafa undanfarin ár verið 135-140 talsins en skólar sem eru með 4. og/eða 7. bekk eru um 180-185 talsins. Stærð árganga getur verið nokkuð breytileg en algengt er að 3900-4500 nemendur þreyti samræmd próf þegar um er að ræða allan árganginn. Samræmd könnunarpróf eru haldin haldin í lok september ár hvert. Prófað er í íslensku og stærðfræði 4., 7. og 10. bekk. Öllum nemendum er skylt að þreyta samræmdu könnunarprófin njóti þeir ekki undanþágu frá próftöku samkvæmt reglugerð.
Tilgangur samræmdra lokaprófa er skilgreindur í reglugerð um prófin. Hann er að:
- veita nemendum og forsjáraðila þeirra upplýsingar um námsárangur og námsstöðu.
- vera viðmið fyrir inntöku í framhaldsskóla.
- athuga eftir því sem kostur er hvort námsmarkmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein hafi verið náð.
- veita upplýsingar um hvernig skólar standa í þeim námsgreinum sem prófað er úr.
Niðurstöður samræmdra prófa (pdf) 4. bekkjar í íslensku og stærðfræði versus landsmeðaltal, frá 2011 til 2017.
Hljóm-2 er próf – greiningartæki í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barna í leikskólanum. Höfundar eru talmeinafræðingarnir Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir aðferðafræðingur. Byrjað var að vinna að undirbúningi Hljóm haustið 1996. Þá fór í gang viðamikil undirbúnings- og rannsóknarvinna sem náði til rúmlega 1.500 leikskólabarna um land allt. Prófin framkvæmdu leikskólakennarar og leikskólasérkennarar. Einnig komu sálfræðingar að ákveðnum þáttum. Þó að þetta próf sé unnið við og eftir ísl. aðstæðum, þá var haft til hliðsjónar efni úr svipuðum athugunum sem gerðar hafa verið erlendis.
Hljóm-2 er greiningartæki, aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum).
Hljóm-2 er eingöngu ætlað leikskólakennurum og fagfólki sem vinnur með elstu börnum leikskólans og hafa sótt námskeið um framkvæmd og fyrirlögn prófsins.
Prófinu fylgja mjög nákvæmar útskýringar á fyrirlögn og hvaða orð eru notuð í fyrirlögninni og börnin fá góðar útskýringar og eru æfð áður en prófið er lagt fyrir. Í Hljóm eru lögð fyrir 7 prófatriði sem öll gefa vísbendingar um ákveðna áhættu eða ekki.
- Rím
- Samstöfur
- Samsett orð
- Hljóðgreining
- Margræð orð
- Orðhlutaeyðing
- Hljóðtenging
Hér að neðan má skoða niðurstöður Hljóm-2 prófa frá Krikaskóla. (Árgangur/Prófár)
Hljóm árgangur 2015 - prófár 2020
Hljóm árgangur 2014 - prófár 2019
Hljóm árgangur 2013 - prófár 2018
Hljóm árangur 2012 - prófár 2017
Hljóm árgangur 2011 - prófár 2016
Hljóm árgangur 2010 - prófár 2015
Hljóm árgangur 2009 - prófár 2014
Hljóm árgangur 2008 - prófár 2013
Hljóm árgangur 2007 - prófár 2012
Hljóm árgangur 2006 - prófár 2011
Læsi - lestrarskimun
Lestrarskimun er ætlað að athuga lestrarhæfni nemenda í 1. og 2. bekk. Annars vegar til að finna nemendur sem kunna að vera í áhættuhópi vegna lestarerfiðleika. Hins vegar að veita kennurum upplýsingar til að skipuleggja kennslu nemenda.
Prófþættir eru:
1. bekkur. Fyrsta prófun
- Viðhorf til lesturs
- Skilningur á hugtökum sem koma fyrir í ritmáli. Hvort nemendur geti gert greinarmun á bókstöfum, tölustöfum og öðrum táknum
- Málvitund. Hvort nemendur þekki hugtökin setning, orð, atkvæði og hljóð, greini lengd orða, fjölda orða í setningu, atkvæði og hljóð
1. bekkur. Önnur prófun
- Bókstafakunnátta, stór og lítill stafur
- Að þekkja bókstafi út frá hljóði og tákni
- Greina forhljóð í orðum og ritun bókstafa sem tákna hljóðið
- Hljóðtenging, að tengja saman hljóð í orð
- Lesa einföld orð og tengja við rétta mynd
1. bekkur. Þriðja prófun
- Lesa stuttar einfaldar setningar og velja rétta mynd
- Lesa stuttar gátur og velja viðeigandi mynd
- Lesa stutt fyrirmæli og fara eftir þeim við litun myndar
- Að skrifa orð við myndir
2. bekkur. Fyrsta prófun
- Viðhorf til lestrar
- Lesa orð án samhljóðasambanda og velja viðeigandi mynd
- Að greina á milli orðhluta í samsettum orðum
- Að lesa stök orð með samhljóðasamböndum og tvöföldum samhljóða og velja rétta mynd
2. bekkur. Önnur prófun.
- Lesa setningar og finna viðeigandi myndir
- Hlusta á upplestur og merkja við rétt svör
- Að velja rétt orð út frá samhengi
- Lesa texta og velja rétt svar í fjölvalspurningum
- Lesa fyrirmæli í texta og merkja inn á kort í samræmi við þau
Hér að neðan eru niðurstöður skimunarprófa frá Krikaskóla á yfirstandandi skólaári.
2019
2018
2017
2016
Læsi 2.bekkur - nóvember 2016
Krikaskóli skimunarpróf læsi_2b_apríl16
Krikaskóli_skimunarpróf læsi 1b_apríl16.
2015
Læsi Skimunarpróf I Nóv 2015 1 bekkur
Læsi Skimunarpróf I Nóv 2015 2 bekkur
Skimunarpróf 2. 2015. 2. bekkur
2014
Skimunarpróf 2. 2014. 2.bekkur
Orðarún - Lesskilningspróf
Orðarún er staðlað lesskilningspróf ætlað nemendum í 3. - 8. bekk grunnskólans. Höfundar þess eru Dagný Elfa Birnisdóttir, Rósa Eggertsdóttir og Amalía Björnsdóttir. Prófið var gefið út af Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri árið 2011. Tvö próf eru fyrir hvern árgang. Hvert próf samanstendur af tveimur textum og fylgja tíu fjölvalsspurningar eða fullyrðingar hvorum texta.
Prófspurningar reyna í stórum dráttum á ferns konar færni:
- að greina staðreyndir sem koma fram í texta, orðréttar eða umorðaðar
- að draga ályktanir af því sem ekki er sagt berum orðum í texta
- að átta sig á meginefni texta
- að útskýra orð og orðasambönd
Prófinu er ætlað að vera leiðbeinandi um næstu skref fyrir nemendur í námi.
Maí 2021
Meðaltal lesinna orða og viðmið eftir árgöngum
Hlutföll nemenda eftir frammistöðu
Maí 2020
Meðaltal lesinna orða og viðmið eftir árgöngum
Hlutföll nemenda eftir frammistöðu
Skráningarhlutfall Krikaskóli / Landið allt
Maí 2019
Meðaltal lesinna orða og viðmið eftir árgöngum