Skólanámskrár
Hér fyrir neðan getur þú bæði lesið almenna námskrá Krikaskóla og bekkjarnámskrár. Námskrárnar eru endurskoðaðar af kennurum skólans á hverju ári. Námskráin er fyrir nemendur, foreldra og aðra sem vilja kynna sér stefnu og skipulag skólans.
Námsmarkmið fyrir alla árganga barna í Krikskóla
Námsmarkmiðin eru unnin samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og Aðalnámskrá leikskóla. Í Krikaskóla er búið að setja saman markmið ýmissa námsgreina og markmiðssetja þemaverkefni fyrir 5 - 9 ára börn. Hér á síðunni getið þið skoðað hvaða þemaverkefni eru unnin ár hvert í aldlurshópum og hvaða markmiðssetningar liggja að baki. Einnig eru hér kennsluáætlun 1. og 2. bekkjar og 3. og 4 bekkjar fyrir haustönnina þ.e. frá september til janúar. Þar er hægt að skoða tengingu á milli þemaverkefna og list og verkgreina. Í kennsluáætlun eru kennarar búnir að setja niður viðfangsefni og markmið fyrir hverja viku til áramóta. Ný kennsluáætlun fyrir vorönn mun koma inn í janúar
Þemaverkefni
Samþætt námsmarkmið úr samfélags- og náttúrufræði. Við nánari útfærslu hvers verkefnis mun markmið annanna námsgreina fléttast saman við.
Skóladagatal
Starfsáætlun
Skólanámskrár
Útgáfa 2021.
Aðalnámskrár
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig.
Aðalnámsskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu.
Menntastefna