logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stærðfræði SKSB

Megin markmið stærðfræðinnar í Krikaskóla er að efla nám og skilning barna þannig að þau öðlist hagnýtt læsi í stærðfræði. Samfella í náms- og kennsluháttum í stærðfræði 2-10 ára barna í Krikaskóla er grunnþáttur í starfinu.

Ljóst er að ung börn hafa óformlega þekkingu á stærðfræði og eru tilbúin að takast á við ögrandi verkefni sem tengjast þekkingu þeirra. Þau eru forvitin og stöðugt að endurskoða skilning sinn á umheiminum (Baroody 1998, Carpenter ofl. 1999).  Rannsókn um talna- og aðgerðaskilning barna Cognitively Guided Instruction(CGI) eða Stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna (SKSB), byggist í fyrsta lagi á að byggja upp skilning barna á aðgerðum og magni með notkun þrauta. 

Í öðru lagi er mikil áhersla lögð á hlutverk kennarans og þær kennsluaðferðir sem byggja upp skilning barna á aðgerðum og magni. Hugsmíðahyggjan nær yfir þessar hugmyndir sem tengjast uppbyggingu þrauta sem notaðar eru í kennslu og lausnarleiðum (Carpenter, Fennema, Franke, Levi og Empson).  

Stærðfræði byggð á skilningi barna er aðferð þar sem börnin nota eigin skilning og hugsmíð til að öðlast dýpri skilning á stærðfræði og kennarar byggja á skilningi barnanna sjálfra til að efla hæfni þeirra.  Aðferðin er byggð á rannsóknum Elizabeth Fennema og Thomas P. Carpender við University of Wisconsin – Madison á áttunda og níunda áratugnum.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira