logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrafélagið stendur fyrir Kósý-stund í Krikaskóla sunnudaginn 5. desember 2010 kl. 11-14

02/12/2010
Sunnudaginn 5. desember, milli kl. 11:00-14:00, stendur nýstofnað foreldrafélag Krikaskóla fyrir lauafbrauðsgerð og piparkökuskreytingum og býður börnum í Krikaskóla og fjölskyldum þeirra að eiga notalega stund saman.  Einnig verður boðið upp á sögustund.
Foreldrafélagið mun selja laufabrauð og piparkökur á kostnaðarverði á staðnum og útvega steikingarfeiti og glassúr.  Verð á kökum verður tilkynnt síðar.  Það eins sem fjölskyldur þurfa að koma með eru box fyrir kökurnar, skurðarbretti og hnífa til að skera úr með.
Og að sjálfsögðu góða skapið!
Þar sem margar hendur vinna létt ver þá er óskað eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við undirbúning og frágang og gera daginn skemmtilegan.  Ömmur og afar með kunnáttu í laufabrauðsgerð og/eða sagnalestri eru hjartanlega velkomin og mega endilega bjóða fram aðstoð sína.  Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við stjórnarmeðlimi foreldrafélagsins Sillu (sillamaja@simnet.is) eða Dagbjörtu (dagbja@gmail.com). 
Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga góða stund saman.
Stjórn foreldrafélags Krikaskóla
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira