logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vettvangsferð í Árbæjarsafn

24.08.2012

IMG_0813

Átta og níu ára börn byrjuðu í þemanáminu sínu í vikunni. Fyrsta þemaverkefnið nefnist „Í þá gömlu góðu daga“. Af því tilefni fórum börnin með kennurum sínum á Árbæjarsafn í gær. Starfsmaður á safninu tók á móti börnunum og gekk með þeim um safnið. Hann fræddi þau um stóra brunann í Reykjavík 1915. Einnig fræddi hann þau um gamlar byggingar og muni. Börnin skemmtu sér vel og voru mjög áhugsöm að kynna sér hvernig lífið gekk fyrir sig í "gamla daga".

Meira ...

Í þá gömlu góðu daga

24.08.2012

8 og 9 ára byrjuðu á þemanáminu sínu í vikunni og það heitir „Í þá gömlu góðu daga“.  Í tilefni af því fórum við á Árbæjarsafn í gær og gekk ferðin vonum framar. Kalli tók á móti okkur og fræddi um alla króka og kima safnsins. Við fengum að kynnast brunanum stóra í Reykjavík um 1915, allar gömlu byggingarnar og gamla muni sem börnin voru mjög áhugasöm um. Við munum vinna mikið út frá ferðinni og vonandi gefast kostur á að fara aftur síðar. 

Meira ...

Nýtt skólaár í Krikaskóla hafið

21.08.2012

IMG_0243 Skólasetning Krikaskóla fór fram föstudaginn 17. ágúst 2012.  Börnin komu ásamt foreldrum sínum til að hefja nýtt skólaár.  Gleði, spenna og smá kvíði fylgir með en yfirhöndina á yfirleitt ánægjan yfir að hitta aftur góða vini og félaga.  Umsjónarkennarar eru Svava Björk, Sigríður Ásdís og Andrea Anna með 6 og 7 ára börnin og Margrét Lára og Sigríður Helga með 8 og 9 ára börnin.

Meira ...

Ökumenn hvattir til að sýna aðgát

19.08.2012

Börn að leikNú eru grunnskólar bæjarins að hefja störf að nýju og fjöldi skólabarna er nú að hefja skólagöngu í fyrsta sinn og því að feta sín fyrstu sín fyrstu skref í umferðinni ein síns liðs. Mosfellsbær beinir þeim tilmælum til ökumanna að fara að öllu með gát og gæta sérstaklega að litlum einstaklingum sem eru að læra á umferðina. Einnig eru sem flestir hvattir til þess að fara fótgangandi í skóla

Meira ...

Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2012-2013

15.08.2012

fótbolti1Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða  virkar frá 1. september 2012. Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr. Á nýju tímabili fyrnast eldri frístundaávísanir.

Meira ...

Skólabyrjun 6 til 9 ára barna

10.08.2012

Sumarmyndir 2012Sumarfríi grunnskólabarna fer senn að ljúka og mun skóli hefjast föstudaginn 17. ágúst. kl. 9:00.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira