logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Haustkynning fyrir foreldra fimmtudaginn 31. ágúst

25.08.2017Haustkynning fyrir foreldra fimmtudaginn 31. ágúst
Fimmtudaginn 31.ágúst verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í Krikaskóla. Fundurinn hefst í matsalnum kl 18:00. Þá verður stutt kynning á hugmyndafræði skólans og öðrum þáttum sem varða skólastarfið í heild. Eftir það bjóða deildastjórar og umsjónarkennarar foreldrum til kynningar á hverju hreiðri fyrir sig þar sem þeir kynna starf vetrarins. Dagskrá lýkur kl: 19:00
Meira ...

Gjaldfrjáls grunnskóli

15.08.2017Gjaldfrjáls grunnskóli
Bæjarráð hefur samþykkt að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar). Mosfellsbær tók þátt í örútboði á vegum Ríkiskaupa og skilað það mjög hagstæðum verðum á námsgögnum. Námsögn verða afhent nemendum í upphafi skólaárs. Til að hlúa að umhverfinu okkar og fara vel með sameiginlega sjóði sveitarfélagsins þá biðjum við ykkur um að leggja okkur lið og athuga hvaða námsgögn eru til á heimilinu frá fyrri árum. Börnin eru beðin um að koma með í skólann þau gögn sem hægt er nýta áfram (s.s möppur, pappír, stílabækur/reiknisbækur, plastvasa og fleira). Það sem upp á vantar af námsgögnum mun skólinn bæta við. Ritföng sem þegar eru til er ágætt að eiga heimavið.
Meira ...

Heimsókn forsetahjónanna í Krikaskóla

09.08.2017Heimsókn forsetahjónanna í Krikaskóla
Við fengum góða heimsókn í dag í Krikaskóla. Forsetahjónin sem eru í heimsókn í Mosfellsbæ vegna 30 ára afmælis bæjarins komu aðeins til okkar. Hittu börn og fullorðna í skólanum okkar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Meira ...

Opnum eftir sumarorlof 8. ágúst 2017

07.08.2017
Við komum til starfa í skólanum 8. ágúst og opnum þá leikskólahluta og frístundastarfið fyrir þau börn sem sótt var um fyrir sérstök sumarfrístund.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira