logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13:00 í dag

07.02.2022
Skólahald var fellt niður í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í nótt. Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við, þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið hefur verið að því að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða.
Meira ...

Rauð veðurviðvörun á morgun 7. febrúar

06.02.2022Rauð veðurviðvörun á morgun 7. febrúar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira