logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opið hús - Raddir ungmenna

25.04.2012

Komið er að síðasta Opna húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar þennan veturinn og verður það haldið miðvikudaginn 25.apríl klukkan 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar.

Að þessu sinni heyrum við raddir ungs fólks í Mosfellsbæ. Ungir Mosfellingar ætla að segja okkur hvernig var að alast upp í Mosfellsbæ.

Meira ...

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar

18.04.2012

Sýning í KjarnaNú stendur yfir menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar. Börn af Kríu, Lunda og Fjallafinku mættu í Kjarna á mánudaginn og sungu nokkur lög með jafnöldurm sínum úr öðrum leikskólum. Í gær fóru uglubörn og í dag spóabörn og áttu þar saman gleðilega samverustund. Sýning á verkum leikskólabarnanna stendur yfir þessa vikuna. Öll Krikaskólabörn eiga verk á sýningunni. Um er að ræða dásamlega sýningu sem enginn Mosfellingur ætti að láta framhjá sér fara.

Meira ...

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar

17.04.2012

Menningarvika leikskóla MosfellsbæjarHin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 13.-18. apríl n.k. í Kjarna. Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis í kjarnanum. Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.

Meira ...

Heimsókn Krikaskólabarna í Varmárskóla

12.04.2012

Heimsókn í VarmárskólaÍ dag fóru Krikaskólabörn í 3. og 4. bekk í heimsókn í Varmárskóla. Jafnaldrar þeirra í Varmárskóla tóku á móti þeim af mikilli gestristni. Börnin áttu saman yndislegan dag.

Sjá má skemmtilega myndir úr heimsókninni á heimasíðu Varmárskóla http://www.varmarskoli.is/Myndasida? undir Krikaskóli í heimsókn.

Meira ...

Gleðilega páskahátíð

04.04.2012

PáskafríStarfsfólk Krikaskóla óskar öllum börnum í Krikaskóla, foreldrum þeirra og fjölskyldum gleðilegrar páskahátíðar.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira