logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sumarhátíð Krikaskóla föstudaginn 8. júní

05/06/2012

Sumarhátíð Krikaskóla verður haldin hátíðleg föstudaginn 8. júní, kl. 14-16. Hátíðin hefst með skemmtun á sviði frá börnum á aldrinum 2-4 ára. Börn á aldrinum 5-9 ára sína úti á trépöllunum. Í lokin syngja allir saman „Krikaskóla-lagið“.

Eftir sýningu barnanna tekur við þemastöðvar. Sjö stöðvar verða í boði, ullarflóka-listaverk, skartgripagerð, golf- þrautabraut, vísubotnar, drulluverk, tónlist/dans og andlitsmálun. Börnin geta flætt á milli ásamt foreldrunum sínum.

Þema hátíðarinnar er náttúra, dýr og ull. Fólk er hvatt til að mæta í lopapeysum og koma með teppi, drykki og nesti. Krikaskóli mun bjóða upp á ávexti fyrir börnin. Foreldrafélagið mun standa fyrir vöfflu- og kaffisölu í heimilisfræðistofunni.

Allir óskilamunir verða settir fram á sumarhátíðinni. Eru foreldrar hvattir til að gera sér ferð og kanna hvort ekki leynast föt af börnunum sínum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira