logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nýtt skólaár í Krikaskóla hafið

21/08/2012
IMG_0243 Skólasetning Krikaskóla fór fram föstudaginn 17. ágúst 2012.  Börnin komu ásamt foreldrum sínum til að hefja nýtt skólaár.  Gleði, spenna og smá kvíði fylgir með en yfirhöndina á yfirleitt ánægjan yfir að hitta aftur góða vini og félaga.  Umsjónarkennarar eru Svava Björk, Sigríður Ásdís og Andrea Anna með 6 og 7 ára börnin og Margrét Lára og Sigríður Helga með 8 og 9 ára börnin.
 
Leikskólastarfið fór vel af stað að loknu sumarleyfi.  Börnin færðust á milli hreiðra ásamt sínum aldurshópi og margir ákaflega stoltir af því.  Nokkur börn eiga erfiðara með breytingar og við gefum þeim tíma og umhyggju á meðan á því stendur.  Deildarstjórar eru Svanhildur á Kríu, Þóra á Lunda, Björg Bjarkey á Fjallafinku, Guðrún Ragna á Uglu og á Spóa deila Kristjana og Kristín með sér deildarstjórn.
 
Fyrstu vikurnar fara í að mynda hópa, vinna með hópefli og koma skipulagsmálum í gott horf.  Við fáum upplýsingar um fjölda barna í frístundarstarfi, vistunartíma og annað slíkt á fyrstu dögum skólans og út frá því þarf að vinna áætlanir.  Við biðjum foreldra að vera í góðu samstarfi við okkur varðandi skólagöngu barna sinna en það er sérstaklega mikilvægt fyrir líðan og framgöngu barna í skólanum
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira