logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

30/04/2013

Opið hús_minniSköpun í skólastarfi

Þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Á síðasta opna húsi þessa vetrar höfum við fengið Ásu Björk Snorradóttur myndlistarkennara til að fjalla um Sköpun og sköpunargleði í námi og starfi í leik- og grunnskóla.

Ása Björk hefur haldið marga bráðskemmtilega fyrirlestra á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum og ætlar að ræða um sköpun og skapandi starf í öllum námsgreinum, um verkfærin til sköpunar sem við færum börnum og unglingum upp í hendur eða hvernig okkur mistekst að kenna þeim á skapandi verkfæri. Sköpun er námsþáttur í öllu skólastarfi, ekki bara listgreinum.‑Það þarf skapandi hugsun til að leysa úr þrautum bæði í skóla og í lífinu.‑
Hér er á ferðinni skemmtilegur fyrirlestur og vonandi geta foreldrar fræðst um hvað þeir geti gert til að efla skapandi hugsun heima jafnt og í skóla.

Sjá auglýsingu hér (.pdf 245 kb )

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu fara fram í Listasal Mosfellsbæjar. Athugið að gengið er inn austan megin  (Háholtsmegin.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira