logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Staða íþróttakennara laus til umsóknar

18/07/2013

Óskað er eftir íþróttakennara til starfa í Krikaskóla.  Viðkomandi þarf einnig að sjá um sundkennslu.
Íþróttakennari Krikaskóla tekur þátt í starfi með fjölbreyttum aldri barna og kemur einnig að öðrum störfum með börnum.  Samkomulag er gert við íþróttakennara með heimild í kjarasamningi.  Um 70% starf er að ræða, hægt er að auka starfshlutfall í 100% með þátttöku í öðrum verkefnum með börnum.  Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.


Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.  Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst 2013.


Áhugasömum er bent á að kynna sér heimasíðu skólans www.krikaskoli.is/ og senda má inn fyrirspurn og/eða umsókn um starf á netfangið krikaskoli[hja]krikaskoli.is

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla, Þrúður Hjelm (thrudur[hja]krikaskoli.is) eða Ágústa Óladóttir sviðstjóri Krikaskóla (agusta[hja]krikaskoli.is)
í síma 694-1859.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira