logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Matvendni-Hvað er til ráða ?

19/11/2014

Næsta opna hús vetrarins hjá
Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
verður haldið miðvikudaginn
26. nóvember klukkan 20:00
í Listasal Mosfellsbæjar    


Að þessu sinni fjallar Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir um
matarvenjur og áhrif þeirra á hegðun, heilsu og líðan.
Rætt verður um heilsusamlegt fæðuval fyrir fjölskyldur
með áherslu á þroskaferli og matarsmekkinn og
matvendni á mismunandi aldursskeiðum.
Farið verður yfir hvernig má reyna að uppfylla þarfir
og væntingar allra fjölskyldumeðlima á uppbyggilegan
og jákvæðan hátt.


Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir er dósent í næringarfræði
og námsbrautarstjóri framhaldsnáms í íþrótta- og
heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hún stundar meðal annars rannsóknir á heilsu og
lífsstíl framhaldsskólanema, hefur verið með í þróun
og starfi Heilsuskólans sem er fjölskyldumiðuð meðferð
fyrir börn yfir kjörþyngd og stendur ásamt fleirum
að stórri rannsókn á skólamat, hegðun og heilsu.
Hún hefur jafnframt verið virk í að miðla upplýsingum
um næringu og heilsu innan fræðasamfélagsins og til
almennings í formi erinda og fræðslu í fjölmiðlum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira