logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sendiherra Kína á Íslandi í Krikaskóla á Öskudaginn

18/02/2015
Hingað kom í morgun sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Weidong, ásamt eiginkonu sinni og heimsótti Krikaskóla.  Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Gunnhildur Sæmundsdóttir frá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar voru einnig viðstödd móttökuna.  

Börnin í 3. og 4. bekk hafa verið að læra um Kína og kínversku áramótin á síðustu vikum. Þau og myndlistakennari skólans, Haraldur Sigmundsson, buðu sendiherranum til okkar og þáði hann boðið. 
 
Sendiherrann tók þátt í „drekaskrúðgöngunni“ okkar og smiðjum með kínverskum tengingum.  Eins sló hann „köttinn út tunnunni“ með börnunum.  Sendiherrann gaf skólanum bækur fyrir börnin og sérstakt kínverskt tákn fyrir hamingju og frið sem hægt er að hengja upp og laða þannig til okkar hamingjuna.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira