logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

„Ber það sem eftir er“ fyrirlestur í kvöld

17/03/2015
Foreldrafélagið vill minna á fyrirlesturinn „Ber það sem eftir er“ í kvöld, þriðjudag, kl 20:30 í Krikaskóla.

„Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið“ er fræðsla um öryggi barna í stafrænum samskiptum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ganga nektarmyndir af íslenskum börnum manna á milli á netinu, en lögreglunni hefur reynst erfitt að bregðast við vandamálinu. Dreifingin er stjórnlaus og netið gleymir engu. Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga eykur á vandann. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu – og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er á netinu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru hvattir til að mæta á fyrirlesturinn enda aldrei of snemmt að kynna sér áskoranirnar sem fylgja tækninýjungum og fá góð ráð um hvernig eigi að ræða þessi mál við börn og ungmenni. Fræðslan er úr smiðju Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar verðlaunamyndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér!“ sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins. Styrktaraðili átaksins er Vodafone. Samstarfskona Þórdísar, Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur mun flytja fyrirlesturinn en hún gerði meistaraprófsverkefni sitt um nettælingu barna.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira