logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús: Meðvirkni barna

23/11/2015
Á öðru opna húsi vetrarins ætlar Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi frá Lausninni að fjalla um meðvirkni barna. Eru börn meðvirk? Hvernig þróast meðvirkni í uppvextinum og á hvaða hátt birtist hún þegar við verðum eldri?

Að vera meðvirkur er að eiga í erfiðleikum með samskipti eða tengsl í einhverri mynd. Þar getur verið um að ræða stjórnsemi okkar eða annarra, óöryggi í hinum ýmsu aðstæðum, ótti við að tjá raunverulegar tilfinningar og skoðanir, ótti við að segja sannleikann, kvíði fyrir samskiptum eða aðstæðum eða erfiðleikar við að koma okkur út úr skaðlegum samskiptum.

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin).

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira