logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús: Ofverndun barna

23/02/2016
Opið hús skólaskrifstofu verður á morgun, miðvikudaginn 24. febrúar. Að þessu sinni mun Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi fjalla um ofverndun í uppeldi barna. Hvernig getum við verndað bernskuna? Er hægt að koma í veg fyrir að börn lendi í erfiðleikum?Er hægt að verja börn fyrir óréttlæti lífsins? Er erfitt að standa undir þeim kröfum sem samfélagið gerir til foreldra?

Eru foreldrar að gera óraunhæfar kröfur til sín með þeim afleiðingum að allir tapa? Hverjar eru afleiðingarnar fyrir heilsu foreldra ef þeir ganga of langt á eigin forðabúr? Eru til lausnir?Ólafur Grétar mun ræða hugmyndir sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu. Uppeldi barna og sjálfsumönnun foreldra er þrotlaus leit að jafnvægi og ef foreldrar sinna eigin velferð, þá eru þeir hæfari í að meta hvenær ber að vernda barnið og hvenær er um ofverndun að ræða.

Ólafur Grétar Gunnarsson hefur tæplega tveggja áratuga reynslu af því að sinna tengslaeflandi ráðgjöf og fræðslu fyrir foreldra, auk þess sem hann hefur haldið mörg námskeið fyrir foreldra og pörViltu

Líkt og undanfarin ár er Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira