logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sumarorlof leikskólabarna í Krikaskóla 2016

11/04/2016

Á tímabilinu 4. júlí til og með 29. júlí er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinaðir í leikskólanum Reykjakoti, þann tíma verður Krikaskóli lokaður.  Foreldrar sem skrá börn sín í sumarleyfi utan þess tímabils s.s. í júní geta óskað eftir sumarskóla.

Foreldrar skulu taka sumarleyfi a.m.k. 20 virka daga samfellt fyrir barn/börn sín á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst. 

Mikilvægt er að vita í tíma hvenær barnið/börnin fara í sumarleyfi og því eru foreldrar beðnir að fylla út sumarleyfiseyðublað hjá deildarstjóra viðkomandi hreiðurs eða á skrifstofu skólans fyrir 25. apríl.  Berist skólastjóra ekki útfyllt eyðublað varðandi ósk um sumarleyfi telst  barnið vera  í orlofi frá 4.júlí til og með 29. júlí.

Varðandi elstu börn leikskólanna, þau sem eru að fara í grunnskóla þá mun ÍTOM, nú sem fyrr verða með leikjanámskeið fyrir þennan  aldurshóp í ágúst fram að skólabyrjun. Verður það auglýst sérstaklega í byrjun júní.  Boðið verður upp á sumarnámskeið á vegum frístundar í Krikaskóla frá 2. ágúst og fram að skólasetningu 15. ágúst fyrir þau börn sem eru að fara í 1. bekk í Krikaskóla.  Nánari upplýsingar og skráning varðandi námskeiðið kemur síðar.

Sá tími sem upp er gefinn er bindandi og verður sumarleyfum starfsfólks hagað í samræmi við fjölda barna hverju sinni.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira