logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús hjá bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar - Gaman saman úti

24/03/2017

Miðvikudaginn 29. mars klukkan 20:00 er komið að síðasta opna húsi vetrarins 2016-17 hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Ævar Aðalsteinsson frístundafræðingur og verkefnastjóri stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ segja frá þeim útivistarmöguleikum sem bjóðast börnum og fjölskyldum þeirra í Mosfellsbæ. Mosfellsbær er fjölskylduvænn útivistarbær þar sem þú finnur tenginguna við náttúru og heilsusamlegt umhverfi í heilsueflandi samfélagi.

Fjöldi útivistarsvæða og fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi enda stutt í ósnortna náttúru í okkar heimabæ.

Komdu og fáðu hugmyndir að samveru við börn og unglinga utandyra. Það er okkur öllum hollt að njóta útivistar í leik og starfi í frábæru umhverfi Mosfellsbæjar







Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira