logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Ökumenn hvattir til að sýna aðgát

19.08.2012

Börn að leikNú eru grunnskólar bæjarins að hefja störf að nýju og fjöldi skólabarna er nú að hefja skólagöngu í fyrsta sinn og því að feta sín fyrstu sín fyrstu skref í umferðinni ein síns liðs. Mosfellsbær beinir þeim tilmælum til ökumanna að fara að öllu með gát og gæta sérstaklega að litlum einstaklingum sem eru að læra á umferðina. Einnig eru sem flestir hvattir til þess að fara fótgangandi í skóla

Meira ...

Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2012-2013

15.08.2012

fótbolti1Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða  virkar frá 1. september 2012. Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr. Á nýju tímabili fyrnast eldri frístundaávísanir.

Meira ...

Skólabyrjun 6 til 9 ára barna

10.08.2012

Sumarmyndir 2012Sumarfríi grunnskólabarna fer senn að ljúka og mun skóli hefjast föstudaginn 17. ágúst. kl. 9:00.

Meira ...

Sumarleyfi 2012

03.07.2012

Leikskólar Mosfellsbæjar sameinast um starfsemi sumarskóla á Huldubergi og hefst starfsemi þar miðvikudaginn 11. júlí til og með 8. ágúst.  Frá Krikaskóla fara nokkur börn ásamt tveimur starfsmönnum til að taka þátt í skemmtilegu starfi á Huldubergi.

 

Meira ...

Opnun í blíðskaparveðri

29.06.2012

Göngubrú opnuðÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í gær, 28. júní, til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.

Meira ...

Fjallganga á Esjuna

20.06.2012

EsjugangaÞessa yndislegu sumardaga eru börnin í Krikaskóla mikið á ferðinni að rannsaka og skoða náttúruna og umhverfi sitt. Á þriðjudaginn 19. júni fóru 8 og 9 ára börn úr Krikaskóla í gönguferð á Esjuna. Fjallgangan gekk vel og voru börnin mjög ánægð með afrek dagsins. Þegar niður var komið biðu gómsætir kjúklingaleggir og meðlæti eftir öllum fjallagörpununum.

Meira ...

Sumarhátíð Krikaskóla föstudaginn 8. júní

05.06.2012

Sumarhátíð Krikaskóla verður haldin hátíðleg föstudaginn 8. júní, kl. 14-16. Hátíðin hefst með skemmtun á sviði frá börnum á aldrinum 2-4 ára. Börn á aldrinum 5-9 ára sína úti á trépöllunum. Í lokin syngja allir saman „Krikaskóla-lagið“.

Meira ...

Bilun í símkerfi Krikaskóla

04.06.2012

bilun á símaBilun er í símkerfi Krikaskóla.  Símtöl eru áframsend í gsm-númer á meðan á viðgerð stendur.  Vinsamlegast sýnið biðlund eða hafið samband við okkur með tölvupósti.

Meira ...

Aðlögun barna í Krikaskóla í ágúst og september 2012

31.05.2012

Nú er búið að senda út flest bréf til foreldra barna sem eru að fá úthlutað plássi í Krikaskóla fyrir næsta haust frá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.  Vinna stendur yfir í skólanum við að raða niður börnum fyrir aðlögun í ágúst og fram í september. 

Meira ...

Myndlistarverk barna í Krikaskóla

21.05.2012

Börnin í Krikaskóla hafa unnið hreyfimyndir í myndlist í vetur.  Hér má sjá verkin þeirra http://www.youtube.com/watch?v=SMMFRW3yos8&list=PL64C333CD49C02CD2&feature=plcp

Meira ...

Síða 3 af 5

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira