logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Jóla og nýárskveðja

28.12.2016
Starfsfólk Krikaskóla sendir nemendum, foreldrum og samstarfsaðilum hugheilar jóla-og nýárskveðjur og þakkar fyrir gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða. Krikaskóli er lokaður mánudaginn 2.janúar. Skólastarf hefst með hefðbundnum hætti þriðjudaginn 3.janúar.
Meira ...

Bilun í símakerfi

16.12.2016
Síminn okkar er bilaður og símtöl sem berast skólanum verða áframsend í gsm síma. Við reynum að svara eins og við getum en viðgerð á að fara fram í dag.
Meira ...

Rauður dagur í Krikaskóla

13.12.2016Rauður dagur í Krikaskóla
Föstudaginn 16.desember er rauður dagur í Krikaskóla. Þann dag væri gaman ef börnin kæmu í einhverju rauðu (eða með eitthvað rautt). Þeir sem vilja mega koma í jólapeysum og með jólasveinahúfur.
Meira ...

Foreldrakaffi fimmtudaginn 8.desember

05.12.2016Foreldrakaffi fimmtudaginn 8.desember
Fimmtudaginn 8. desember næstkomandi verður hið árlega foreldrakaffi í Krikaskóla frá kl.8:30-09:30, þar sem foreldrum gefst tækifæri á að eiga notalega stund með börnum sínum í skólanum. Boðið verður upp á heitt kakó og skonsur. Klukkan 9:10 sameinast börnin í skólanum á sal og syngja fyrir foreldrana nokkur jólalög.
Meira ...

Má börnum leiðast? - Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

25.11.2016Má börnum leiðast? - Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 20 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Margrét Pála Ólafsdóttir fjalla um hvað gerist þegar börnum leiðist. Rætt verður um hver algeng viðbrögð bæði barna og foreldra eru í slíkum aðstæðum og gefin hagnýt ráð um hvernig má nýta þessar stundir til örvunar og jákvæðs þroska.
Meira ...

Jólaljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

22.11.2016Jólaljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 26. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Skólakór ásamt Skólahljómsveit spila fyrir gesti og gangandi. Jólasveinar koma í heimsókn að venju og Ingó mætir með gítarinn. Afturelding sér um Kakó- kaffi og vöfflusölu
Meira ...

Tónleikar í boði Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

14.11.2016Tónleikar í boði Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar
Allir í Krikaskóla fengu yndislega tónleika í morgun í boði Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Hljóðfærin voru kynnt fyrir okkur og nokkur lög spiluð. Tækifæri er fyrir fleiri að bætast í hópinn (3. og 4. bekkur) og hjá Berglindi eru eyðublöð fyrir þá sem vilja sækja um. Daði veitir einnig allar upplýsingar í gegnum netfangið skomos@ismennt.is fyrir foreldra.
Meira ...

Tilkynning vegna veðurs föstudagsins 11. nóvember

11.11.2016
Tilkynning 2. Að morgni dags vegna veðurs. Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
Meira ...

Bangsa og náttfatadagur

25.10.2016Bangsa og náttfatadagur
Fimmtudaginn 27. október næstkomandi er hinn alþjóðlegi bangsadagur. Þann dag eru börnin velkomin í náttfötunum í skólann og taka með sér einn bangsa.
Meira ...

Baráttudagur kvenna

24.10.2016
Árlegur baráttudagur kvenna er í dag mánudag, 24. október 2016. Vegna viðburðarins sem skipulagður er á Austurvelli í dag er mælst til að konur hafi tækifæri til að sækja þann fund frá 14:38-17:00 kjósi þær svo. Mosfellsbær gefur konum kost á að taka þátt í þessum viðburði. Við biðjum foreldra barna í skólum, leikskólum og í frístund að sýna þessu skilning og hvetjum karla, feður, afa, bræður og frændur til að sækja börnin kl. 14.15 í leikskóla og frístund þennan daginn. Tryggt verður að grunnþjónusta sé til staðar fyrir öll börn og verður stofnunum ekki lokað að þessu tilefni.
Meira ...

Síða 1 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira